Búið er að semja um fríspil félagsmanna fyrir sumarið 2007. Sama fyrirkomulag verður á þessum samningum eins og undanfarin ár. Ákveðið var að ganga ekki til samstarfs við Golfklúbbinn Leyni heldur gera árssamning við Golfklúbb Borgarness. Hamarsvöllur mun opna sem 18 holu völlur í sumar og stendur félagsmönnum GKG til boða að leika hann án greiðslu.
Árið 2007 geta meðlimir GKG því leikið án greiðslu hjá eftirfarandi klúbbum:
GHR - Golfklúbbur Hellu Rangárvöllum, Strandarvöllur GB - Golfklúbbur Borgarness, Hamarsvöllur GOS - Golklúbbur Selfoss, Svarfhólsvöllur GS - Golfklúbbur Suðurnesja, Hólmsvöllur í Leiru
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.