Fékk mér nýtt dót á mánudaginn smellti mér í eina golfbúð hér í bæ og splæsti á mig nýju golfsetti og guð minn þvílíkur andskotans munur á því og gamla settinu sem var keypt á 2000kjell í húsasmiðjunni hérna um árið. Það er nokkuð ljóst að ég verð uppí Básum um páskana og eins ætla að fara útá völl og taka nokkrar holur. Hérna að neða eru kvikyndin.
Bloggar | 4.4.2007 | 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einu sinni spurði strákur stelpu viltu giftast mér ?
Stelpan sagði: nei
Og strákurinn lifði hamingjusömu lífi eftir það, fór í veiði, horfði á fótbolta, spilaði mikið golf,
drakk bjór og prumpaði hvenær sem honum sýndist.
ENDIR
Bloggar | 2.4.2007 | 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Búið er að semja um fríspil félagsmanna fyrir sumarið 2007. Sama fyrirkomulag verður á þessum samningum eins og undanfarin ár. Ákveðið var að ganga ekki til samstarfs við Golfklúbbinn Leyni heldur gera árssamning við Golfklúbb Borgarness. Hamarsvöllur mun opna sem 18 holu völlur í sumar og stendur félagsmönnum GKG til boða að leika hann án greiðslu.
Árið 2007 geta meðlimir GKG því leikið án greiðslu hjá eftirfarandi klúbbum:
GHR - Golfklúbbur Hellu Rangárvöllum, Strandarvöllur GB - Golfklúbbur Borgarness, Hamarsvöllur GOS - Golklúbbur Selfoss, Svarfhólsvöllur GS - Golfklúbbur Suðurnesja, Hólmsvöllur í Leiru
Bloggar | 22.3.2007 | 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er árshátíð hjá fyrirtækinu mínu (Síminn) á morgun það er kominn frekar mikil tilhlökkun að fara borða góða mat og skemmta sér með vinnufélögum, eins finnst mér alltaf jafngaman að sjá hver drullar uppá bak og verður sér til skammar og þarf svo að glíma við móral dauðans í c.a. 1 til 2 vikur á eftir.
Bloggar | 9.3.2007 | 08:18 (breytt kl. 08:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kræst hvað maður á erfitt að vaka á námskeiðum, eins og er er ég bara að heyra BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA.
Bloggar | 2.3.2007 | 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér finnst stundum eins og ég sé að upplifa sumt rugl aftur og aftur.
Eða eins og fróðir menn segja
"Hugtakið déjà vu (orðið er frankst og þýðir séð áður/þegar séð) er notað til að lýsa þeirri upplifun að hafa orðið fyrir atburði áður eða séð stað áður án þess að kunna skýringu á því."
Skrítið já já
Bloggar | 27.2.2007 | 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 27.2.2007 | 08:47 (breytt kl. 10:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 26.2.2007 | 08:28 (breytt kl. 09:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 23.2.2007 | 15:07 (breytt kl. 15:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ræktin í morgun var bara hressandi mættur klukkan 06:00 á hurðahúninn uppí Veggsport fékk rosalega skemmtilega brennslu töflu hjá Los Hilmos AKA Renniskitan og þvílíkt og annað eins hélt að ég ætlaði aldrei að hætta að hlaupa hefði sennilega lyft og crunsað í leiðinni ef það hefðu verið græjur rétt hjá mér svitnaði eins og andskotinn náði loksins að stoppa mig á brettinu eftir 40mín. Er hest ánægður með æfinguna í morgun mikið tekið á endaði hana með því að ég skellti saumavélinni á bakið og hljóp í vinnuna spara bensín.
Á ekki til orð yfir þessu:
Stígamót segja þjóðina hafa staðið saman og hafnað kláminu
"VIÐ erum mjög ánægðar með þessa niðurstöðu," segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, um ákvörðun skipuleggjenda ráðstefnu netklámsframleiðenda, Snowgathering 2007, þess efnis að hætta við að halda ráðstefnuna á Íslandi eftir að Radisson SAS hótelið í Reykjavík tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að synja ráðstefnugestum um gistingu.
eins og að henda peningum hefðum sennilega fengið hellings tekjur í ríkiskassann og fullt af öðrum kössum og tala ekki um umtalið sem Íslendingar fá sennilega eftir þetta össss.
Bloggar | 23.2.2007 | 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)